
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth er að stækka starfsemi sýna á Akureyri og leitar að skipulögðum og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að stýra verkefnum tengdum rekstri gagnavera.
Verkefnastjóri reksturs (OPS) ber ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu og framkvæmd verkefna tengdum starfsemi gagnaversins.
Starfið felur í sér að tryggja að verkefni, hvort sem um er að ræða nýframkvæmdir, breytingar eða viðhald séu unnin innan tilskilins tíma, fjárhags og í samræmi við öryggis- og gæðastaðla atNorth.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring og eftirfylgni verkefna innan gagnavers, þar með talið uppsetningar, viðhald og breytingar
- Áætlanagerð, áhættumat og eftirfylgni með tímaáætlunum og fjárhagsramma
- Umsjón með innleiðingu nýrra viðskiptavina í samstarfi við aðra verkefnastjóra
- Samskipti við innri teymi, verktaka og birgja, og tryggja að vinnuframvinda sé skilvirk og í samræmi við gæðakröfur
- Eftirlit á verkstað, öryggisstjórnun og gæðaskoðanir á framkvæmdum
- Skjölun verkefna, skýrslugerð og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila
- Tryggja að öll verkefni séu í samræmi við verklag og öryggisreglur fyrirtækisins
- Þátttaka í stöðugri endurskoðun og umbótum á verkferlum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar eða rekstrar
- Verkefnastjórnunarvottun (PRINCE2®, PMP® eða sambærilegt) er kostur
- A.m.k 3–5 ára reynsla af verkefnastjórnun, helst í tæknilegum eða byggingatengdum rekstri
- Færni í áætlanagerð, skjölun og notkun verkefnastjórnunarverkfæra
- Nákvæmni, skipulagshæfni og frumkvæði í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna þvert á teymi
- Góð kunnátta í ensku, bæði skrifleg og töluð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150127, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Project Manager
Wisefish ehf.

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Verkefnastjóri viðhalds og nýframkvæmda
Reykjanesbær

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR
atNorth

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í lögnum og loftræsikerfum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur á sviði samgangna
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur með BIM þekkingu
VSÓ Ráðgjöf ehf.