

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Verkefnastjóri viðhalds og nýframkvæmda
Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til starfa á eignaumsýslusviði. Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, býr yfir sterkri samskiptahæfni og leggur sig fram við að ná árangri í samstarfi við aðra.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 5.01.2026 eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
- Umsjón með viðhalds og nýframkvæmdum á eignaumsýslusviði.
- Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
- Samskipti við hönnuði, verktaka og aðra hagsmunaraðila.
- Eftirlit með framvindu verkefna og að þau séu unnin samkvæmt áætlun, fjárhagsramma, gæðakröfur og gildandi lög og reglur.
- Þátttaka í hönnunarferli nýframkvæmda.
- Gerð fjárhagsáætlana og regluleg skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila eftir þörfum.
- Þátttaka í stefnumótun, þróun sviðsins og innleiðingu nýrra lausna.
- Önnur tilfallandi verkefni á vegum umhverfis- og framkvæmdasviðs.
- Tekur virkan þátt í gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
- Háskólamenntun í tækni – bygginga eða Iðnfræði eða önnur sambærileg menntun skilyrði.
- Sveinsbréf í iðn- & tæknigreinum er kostur.
- Þekking og reynsla á byggingaframkvæmdum er skilyrði.
- Þekking og reynsla á Verkefnastjórnun æskileg.
- Reynsla af sambærileg starfi er kostur.
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, hæfni til ákvarðanatöku og góð forgangsröðun.
- Hæfni til að vinna undir álagi og halda mörgum verkefnum í gangi samtímis.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Gild ökuréttindi.
- Gert er ráð fyrir góðu orðspori og að framkoma og hegðun samrýmist starfi opinbers starfsmanns.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó










