Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Umsjónarmaður fasteigna

Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar óskar eftir skipulögðum og ábyrgum einstaklingi til starfa sem umsjónarmaður fasteigna á eignaumsýslusviði. Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, hefur góða samskipta- og samvinnuhæfni og leggur metnað í fagleg vinnubrögð.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 5.01.2026 eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og verkefnastýring viðhaldsframkvæmda.
  • Gerð framkvæmdaáætlana og kostnaðargreininga verkefna.
  • Yfirsýn yfir verkáætlanir og tilboðsverk.
  • Samskipti og samvinna við verktaka og notendur mannvirkja.
  • Þátttaka í þróun verkefna og innleiðingu nýrra lausna og tækni.
  • Regluleg skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila eftir þörfum.
  • Eftirlit með öryggi á vinnusvæðum og að fylgt sé lögum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd.
  • Framkvæmd viðhaldsúttektar á mannvirkjum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í byggingafræði, byggingaiðnfræði eða sambærileg menntun er kostur.
  • Sveinsbréf í iðn- eða tæknigreinum er skilyrði.
  • Reynsla og þekking á byggingaframkvæmdum er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Mjög góð samskipta og samvinnufærni.
  • Sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð, ásamt hæfni til að taka ákvarðanir.
  • Geta til forgangsröðunar og hæfni til að halda mörgum verkefnum í gangi samtímis.
  • Þekking á reglugerðum og stöðlum í byggingariðnaði er kostur.
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur7. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar