
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Véla- og veituhönnun
Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingu til starfa í teymi Véla á Iðnaðarsviði. Sem sérfræðingur í teymi Véla fengir þú tækifæri til að starfa í öflugu teymi með reyndum sérfræðingum í iðnaðar- veitu og orkutengdum verkefnum. Teymið er öflugt, samhent og vinnur náið með öðrum teymum og sviðum EFLU. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasaman aðila að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í véla- og veituhönnun, m.a. fyrir fiskeldi, stóriðju, virkjanir, veitu- og iðnfyrirtæki. Möguleiki er á að starfa í alþjóðlegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og ráðgjöf tengd véla- og veituhönnun
- Orkuútreikningar og valkostagreiningar
- 3D hönnun og gerð teikninga
- Ráðgjöf á sviði hönnunar og þjónusta til viðskiptavina
- Gerð verklýsinga, kostnaðaráætlana og útboðsgagna
- Verkefnastýring
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði véla-, iðnaðar-, orku-, verk/tæknifræði.
- Reynsla í orku- og/eða iðnaðartengdum verkefnum
- Kunnátta á Autodesk Inventor eða AutoCAD Plant 3D er kostur
- Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
- Frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Kunnátta í ensku og norðurlandamálum er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Framleiðslusérfræðingur
Marel

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

Hönnun og ráðgjöf
Set ehf. |

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum
First Water

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Leiðandi sérfræðingur í kostnaðargreiningu
Sjúkratryggingar Íslands

Verkefnastjóri í framkvæmdadeild Olís
Olís ehf.

Sérfræðingur í áætlanagerð
Coca-Cola á Íslandi

Sérfræðingur í mælarekstri
Veðurstofa Íslands

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð