

Framleiðslusérfræðingur
Framleiðslusérfræðingur í framleiðsluþróunarteymi
Hefur þú brennandi áhuga á framleiðslu?
JBT Marel leitar að framleiðslusérfræðingi (Manufacturing Engineer) sem hefur áhuga á og metnað til að læra að bæta framleiðsluferla, tryggja gæði vara og leiða stöðugar umbætur í framleiðsluferlinu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi, fjölbreytt og skemmtileg verkefni, fjölskylduvænan vinnutíma, frábært mötuneyti með heitum mat í hádeginu og aðstöðu til líkamsræktar.
Starfið er hluti framleiðsluþróunarteymis við starfsstöð JBT Marel á Íslandi. Starfið krefst þess að viðkomandi sé drífandi og skipulagður með góða samskiptahæfileika.
Starfssvið
- Hanna, innleiða og hámarka framleiðsluferla með áherslu á öryggi, gæði og skilvirkni.
- Þróa og viðhalda ferlaskjölum og vinnuleiðbeiningum.
- Samstarf við þverfagleg teymi (t.d. Gæða-, Framleiðslu- og Hönnunarteymi) til að leysa framleiðsluvandamál.
- Þekking/áhugi á aðferðum rótargreiningar, geta til að greina orsakir vandamála og innleiða úrbætur í samvinnu með hagaðilum.
- Styðja við innleiðingu nýrra vara og tryggja hnökralausa yfirfærslu í framleiðslu.
- Greina tækifæri til sjálfvirknivæðingar og kostnaðarlækkunar.
- Tryggja að öllum stöðlum og reglum fyrirtækisins sé fylgt eftir.
Hæfniskröfur
- Menntun í verk- eða tæknifræði eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af notkun SAP & PLM er kostur.
- Þekking á framleiðsluferlum og -aðferðum.
- Þekking á aðferðum vöruþróunar í vélaframleiðslu er kostur.
- Skipulags- og samskiptafærni er mikilvæg.
- Hæfni á sviði gagna- og kostnaðargreininga.
- Reynsla af notkun SolidWorks eða sambærilegra 3D CAD kerfa er kostur.
- Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og geta til að miðla efni í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu JBT Marel, www.marel.com.
Enska
Íslenska










