

Liðsfélagi í glerblástur
JBT Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við glerblástur í framleiðslu sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin.
Lögð er áhersla á öruggt vinnulag og þátttöku í umbótastarfi. Unnið er í sjálfstæðu teymi sem samanstendur af 3-6 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á verkefnum teymisins. Allt nýtt starfsfólk fær þjálfun í upphafi starfstíma. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi, fjölbreytt og skemmtileg verkefni, fjölskylduvænan vinnutíma, frábært mötuneyti með heitum mat í hádeginu og aðstöðu til líkamsræktar.
Framleiðsla JBT Marel í Garðabæ sérhæfir sig í stuðningi við vöruþróun og framleiðslu á sérhönnuðum verkefnum fyrir okkar viðskiptavini.
Starfið felur í sér:
- Glerblása stálíhluti sem notaðir eru í vélar og tæki JBT Marel
- Fyrirbyggjandi viðhald
Hæfniskröfur:
- Jákvæðni, lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
- Áhugi á umbótastarfi
- Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
- Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
- Góð íslenskukunnátta kostur
- Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu JBT Marel, www.marel.com. 
 Íslenska
Íslenska










