

Sérfræðingur í mælarekstri
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í mælarekstri, sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir og vöktun náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 19 starfsmanna við rekstur á mælikerfum sem telja yfir 650 stöðvar vítt og breytt um landið.
Sérfræðivinna við mælarekstur, eftirlit, uppbyggingu og þróun mælikerfa. Starfið spannar mælirekstur á breiðu sviði: veðurmælinga, vatnamælinga, jarðmælinga, snjómælinga og fjarkönnunar. Í þessu starfi er sérstök áhersla á veðurmælikerfi. Rekstur veðurmælikerfa innifelur uppsetningu, viðhald og þjónustu þeirra um allt land. Töluverð útivist felst í starfinu og vinnu fjarri heimili, enda eru mælistöðvar staðsettar allt frá ystu annesjum og upp á háum fjöllum.
- Háskólanám á sviði verkfræði, tæknifræði eða raunvísinda með sterka tækni- og tölvuþekkingu. Framhaldsmenntun (MS) sem nýtist í starfi kostur
- Reynsla í beitingu og viðhaldi mælitækja. Þekking á rekstri mælikerfa er kostur
- Almenn þekking á náttúru Íslands
- Góð færni í íslensku og ensku
- Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Reynsla af þróun, smíði, sannprófun og kvörðun mælibúnaðar er kostur
- Reynsla á sviði öryggismála og meðferð öryggis- og fjarskiptabúnaðar
- Reynsla af útivist og ferðum í óbyggðum ásamt ökuréttindum C1E er kostur
Íslenska
Enska










