Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands

Umjónarmaður fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasvið

Laust er til umsóknar fullt starf umsjónarmanns fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasviðið safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér ábyrgð og daglega umsjón með varðveislu- og safnahúsnæði safnsins, viðhaldi og rekstri öryggiskerfa ásamt eftirliti og umsjón með viðhaldi í húsasafni. Leitað er að vandvirkum, vinnusömum, þjónustulunduðum og úrræðagóðum einstaklingi með góða þekkingu á viðhaldi. Aðalstarfsstöðvar viðkomandi starfsmanns eru á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og í Vesturvör í Kópavogi.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og eftirlit með varðveislu- og safnahúsnæði 
  • Dagleg umsjón með viðhaldi og samskiptum við þjónustuaðila og iðnaðarmenn
  • Gerð viðhaldsáætlana 
  • Innkaup og öflun tilboða
  • Umsjón með lóðum og sorphirðumálum
  • Eftirlit með viðgerðum og viðhaldi í húsasafni
  • Minniháttar viðhald
  • Tekur þátt í uppsetningu og niðurtöku sýninga
  • Tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum safnkosti 
  • Er fulltrúi safnsins í öryggisnefnd og tekur þátt í öryggisþjálfun starfsfólks
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Verklagni, vinnusemi, nákvæmni, frumkvæði og vönduð vinnubrögð
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi og þekking á byggingararfinum er kostur
  • Eiga auðvelt með að vinna í hópi og einn
  • Almenn góð tölvukunnátta 
  • Líkamlegt hreysti og snyrtimennska
  • Rík þjónustulund, sjálfstæð vinnubrögð og dugnaður eru skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Full stytting vinnuviku
Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur7. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tjarnarvellir 11, 221 Hafnarfjörður
Vesturvör 16-20 16R, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar