Byko
Byko
Byko

Öryggisvörður Byko Breidd

Við hjá Byko erum að leita að öflugum einstaklingi í starf öryggisvarðar í verslun okkar í Breidd.

Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.

Um er að ræða vaktavinnu, unnið 7 daga mánudag til föstudag frá kl. 8-18:30, laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 11-17. Frí í 7 daga.

Við leitum að starfsmanni með:

  • Hreint sakavottorð skilyrði og flekklaus fortíð
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Hæfni í að takast á við erfiðar aðstæður
  • Reynsla í notkun eftirlitsmyndavéla, samskipta við lögreglu o.s.frv.
  • Almenn tölvukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn öryggisvöktun
  • Rýrnunareftirlit
  • Almenn aðstoð við rekstur öryggismála
  • Vinnuverndarmál
  • Önnur tilfallandi verkefni

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.

Allar nánari upplýsingar veitir Egill Guðjónsson, öryggisstjóri Byko (egill@byko.is).

Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skemmuvegur 2A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar