Umsjónaraðili svæðis og fasteigna Spretts
Hestamannafélagið Sprettur leitar að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Spretti og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni í tengslum við fasteignir og svæði félagsins. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á flestum verkefnum á félagssvæði Spretts þar með talið öryggi, hreinlæti og móttöku plasts. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og með nefndum félagsins ásamt stjórn, framkvæmdarstjóra og öðru starfsfólki.
-
Dagleg umsjón með svæði og fasteignum
-
Almennt viðhald fasteigna, smáviðgerðir ásamt umhirðu á félagssvæði
-
Umsjón með vélum og kerfum (tækni-, öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum)
-
Umsjón með gólfi í reiðhöllum félagsins í samvinnu við Vallarnefnd
-
Umsjón með afhendingu reiðhallarlykla
-
Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf
-
Utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum bygginga, húsbúnaðar og tækja
-
Tengiliður við aðra verktaka á svæðinu og ábyrgð á þeirra verkefnum.
-
Önnur tilfallandi verkefni og aðstoð
-
Þjónustulund, sveigjanleiki og samviskusemi
-
Góð færni í mannlegum samskiptum
-
Sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni og þekking til að keyra vélar
-
Frumkvæði
-
Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Sveigjanlegur vinnutími