Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Húsvörður - félagsheimilið Þinghamar
Starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi er laust til umsóknar. Um er að ræða 30-50% starf. Í starfinu felst einnig tilfallandi kvöld og helgarvinna sem stjórnast af aðsókn að húsinu og tímasetningu viðburða sem haldnir eru.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur umsjón og eftirlit með félagsheimilinu Þinghamri.
- Starfar við og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum.
- Sér um opnun/lokun húsnæðis og annast smávægilegt viðhald.
- Annast bókanir vegna félagsheimilisins og er til staðar þegar það er í notkun.
- Fylgist með að umhirðu lóðar sé ekki ábótavant.
- Situr nefndarfundi húsnefndar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lipurð og færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)