Intellecta
Intellecta
Intellecta

Þjónustufulltrúi í þjónustuver

Fyrirtæki í Reykjavík leitar að þjónustuliprum og jákvæðum liðsfélaga til að svara margvíslegum og skemmtilegum erindum bæði í síma og tölvupósti. Auk þess mun viðkomandi sinna öðrum fjölbreyttum verkefnum á skrifstofunni. Um 100% starf er að ræða, tímabundið út desember 2024, en með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Vegna eðlis starfseminnar er mikilvægt að viðkomandi tali og skrifi góða íslensku.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
  • Mjög góð samskiptahæfni ásamt ríkri þjónustulund og jákvæðni
  • Geta og vilji til að tileinka sér nýjungar og breytingar
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing birt23. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar