Arion banki
Arion banki
Arion banki

Þjónustuver Arion banka óskar eftir liðsauka á Sauðárkróki

Við í þjónustuveri Arion banka leitum að öflugum og jákvæðum þjónusturáðgjöfum. Leitað er eftir söludrifnum einstaklingum sem hafa ánægju af því að veita framúrskarandi bankaþjónustu og vilja starfa sem hluti af góðri liðsheild. Þá skiptir okkur máli að finna kraftmikla einstaklinga sem eru tilbúnir að koma sér vel inn í agað og árangursdrifið vinnuumhverfi. Með frumkvæði, samvinnu og skipulagi getum við veitt okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.

Starfsstöð teymisins er á höfuðborgarsvæðinu en viðkomandi verða staðsettir í útibúinu okkar á Sauðárkróki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, upplýsingar og faglega ráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma og netspjall.
  • Að aðstoða viðskiptavini við að skilja fjármál betur og læra á nýjungar
  • Að framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans hverju sinni
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og söludrifni
  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
  • Góð íslensku og ensku kunnátta í töluðu og rituðu máli. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur15. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Faxatorg 143322, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar