Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Söluráðgjafi hjá Steypustöðinni

Steypustöðin leitar að sterkum og drífandi söluráðgjafa í sterkustu söludeild landsins. Ef þú hefur framúrskarandi söluhæfileika og mikla þjónustulund, gæti þetta verið hið fullkomna starf fyrir þig.

Helstu verkefni eru að veita upplýsingar og þjónustu í gegnum síma, móttaka viðskiptavina á skrifstofu fyrirtækisins og útbúa tilboð fyrir vörur og þjónustu sem Steypustöðin býður upp á. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi framúrskarandi samskiptahæfni og vinni vel í teymi með öðrum deildum innan fyrirtækisins.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Svara símtölum frá viðskiptavinum
  • Móttaka viðskiptavina á skrifstofu félagsins
  • Svara fyrirspurnum viðskiptavina og veita framúrskarandi þjónustu
  • Útbúa tilboð fyrir vörur og þjónustu sem Steypustöðin býður upp á
  • Fylgja eftir tilboðum til viðskiptavina
  • Framkvæma sölutengd skrifstofustörf í samvinnu við verkefnastjóra söludeildar
  • Sinna stjórnsýsluverkefnum tengdum markaðsmálum
  • Samvinna við sölu- og markaðsstjóra
  • Samstarf við framleiðslu- og fjármálateymi um sölutengd mál
  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða-og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sölustarfi eða/og þjónustu er kostur
  • Framúrskarandi söluhæfileikar og mikil þjónustulund
  • Góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg
  • Góð tölvukunnátta og færni í notkun sölukerfa
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Hádegismatur
  • Námskeið og fræðsla
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur9. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.ViðskiptasamböndPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar