
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sumarstarf í Liðsaukanum
Liðsaukinn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í færanlegt búsetuteymi sem veitir stuðning á heimilum víðs vegar um Reykjavík. Markmið starfseminnar er að veita einstaklingum með fjölþættan vanda stuðning við sjálfstæða búsetu. Starfsemi teymisins byggir á stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðaða þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, skaðaminnkun, aðferðum Þjónandi leiðsagnar og valdeflingu. Þjónustan miðast við að auka sjálfstæði, efla færni og lífsgæði notenda.
Unnið er á vöktum allan sólarhringinn, dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Eftirfylgd þjónustuáætlana og verklagsreglna undir verkstjórn teymisstjóra og forstöðumanns í samstarfi við þjónustunotendur.
- Stuðningur við athafnir daglegs lífs.
- Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustuþarfir æskileg.
- Reynsla af starfi með einstaklingum með hegðunar- og/eða vímuefnavanda æskileg.
- Góð hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta. B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
- Ökuréttindi B.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (18)

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Forstöðumaður - Heimili fyrir börn Móvaði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt og fjölbreytt starf í Jöklaseli 2 !
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umsjónaraðili – búseta á stuðningsheimili
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vertu hluti af framtíð velferðarþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi í fjarheilbrigðisþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtileg og gefandi störf á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstörf í skaðaminnkandi búsetuúrræði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Í sól og sumaryl í Bríetartúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Læknanemar / Hjúkrunarnemar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsliði eða sjúkraliði óskast í hlutastarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf í nýjum íbúðarkjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Aðstoðarmanneskja óskast í 102 Reykjavík
NPA miðstöðin

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk í sumarafleysingu - Svöluás
Hafnarfjarðarbær

Skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarninn Langahlíð

Aðstoðarmaður óskast
NPA notendastýrð persónuleg aðstoð

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Assistant work leader wanted in Akureyri- part time
NPA miðstöðin

Helgarvinna
Vinasetrið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk- Smárahvammur
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær