Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í Liðsaukanum

Liðsaukinn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í færanlegt búsetuteymi sem veitir stuðning á heimilum víðs vegar um Reykjavík. Markmið starfseminnar er að veita einstaklingum með fjölþættan vanda stuðning við sjálfstæða búsetu. Starfsemi teymisins byggir á stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðaða þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, skaðaminnkun, aðferðum Þjónandi leiðsagnar og valdeflingu. Þjónustan miðast við að auka sjálfstæði, efla færni og lífsgæði notenda.

Unnið er á vöktum allan sólarhringinn, dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum. Starfshlutfall eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
  • Eftirfylgd þjónustuáætlana og verklagsreglna undir verkstjórn teymisstjóra og forstöðumanns í samstarfi við þjónustunotendur.
  • Stuðningur við athafnir daglegs lífs.
  • Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustuþarfir æskileg.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með hegðunar- og/eða vímuefnavanda æskileg.
  • Góð hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta. B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
  • Ökuréttindi B.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (18)