Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Sumarstarf á Rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í skemmtilegt sumarstarf. Ef þú hefur áhuga á rannsóknarvinnu og getur ekki ákveðið þig um hvort þú viljir vinna inni eða úti, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Viðkomandi mun vinna á rannsóknarstofu fyrirtækisins ásamt því að fara á verkstaði til að taka steypusýni. Okkur vantar metnaðarfullan einstakling með brennandi áhuga á byggingarfræði eða jarðfræði.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Prófanir á steypuefnum

  • Sýnataka í stöð og á verkstað

  • Innra gæðaeftirlit í steypuframleiðslu

  • Umsjón með gagnaskráningu og -geymslu

  • Samskipti og samvinna við starfsmenn í steypuframleiðslu

  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í byggingarfræði eða jarðfræði er kostur

  • Gilt ökuskírteini er nauðsynlegt

  • Hæfni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

  • Þekking á steypufræðum eða reynsla í sambærilegu starfi er kostur

  • Sjálfstæði, frumkvæði og eftirfylgni í starfi

  • Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag

  • Jákvæð framkoma og góð samskiptahæfni

Fríðindi í starfi
  • Hádegismatur
  • Námskeið og fræðsla
  • Fjölbreytt verkefni
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur20. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar