

Sumarstarf á Rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar
Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í skemmtilegt sumarstarf. Ef þú hefur áhuga á rannsóknarvinnu og getur ekki ákveðið þig um hvort þú viljir vinna inni eða úti, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Viðkomandi mun vinna á rannsóknarstofu fyrirtækisins ásamt því að fara á verkstaði til að taka steypusýni. Okkur vantar metnaðarfullan einstakling með brennandi áhuga á byggingarfræði eða jarðfræði.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
-
Prófanir á steypuefnum
-
Sýnataka í stöð og á verkstað
-
Innra gæðaeftirlit í steypuframleiðslu
-
Umsjón með gagnaskráningu og -geymslu
-
Samskipti og samvinna við starfsmenn í steypuframleiðslu
-
Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann
-
Menntun í byggingarfræði eða jarðfræði er kostur
-
Gilt ökuskírteini er nauðsynlegt
-
Hæfni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
-
Þekking á steypufræðum eða reynsla í sambærilegu starfi er kostur
-
Sjálfstæði, frumkvæði og eftirfylgni í starfi
-
Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag
-
Jákvæð framkoma og góð samskiptahæfni
- Hádegismatur
- Námskeið og fræðsla
- Fjölbreytt verkefni
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi













