
Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í fullt starf. Ef þú brennur fyrir gæðamálum og vinnur vel í hóp - þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi mun bera ábyrgð á innleiðingu ISO 14001 staðalsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á gæðastjórnunarkerfum og innleiðingu á slíkum kerfum. Við leitum að metnaðarfullum einstakling sem hefur brennandi áhuga á gæðamálum.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppfærsla og viðhald á ferlum gæðakerfis.
- Skjölun, skjalayfirferð og almenn vinnsla eftir ferlum gæðakerfis.
- Þátttaka í innleiðingu staðla og reglugerða.
- Undirbúningur fyrir og þátttaka í úttektum.
- Úttekt á forsteyptum einingum fyrir og eftir framleiðslu.
- Skoðun á búnaði fyrir forsteyptar einingar.
- Aðstoða tæknideild við rýni á framleiðsluteikningum.
- Rannsaka efniseiningar áður, á meðan og eftir á steypu stendur.
- Tilkynna ef eitthvað er ekki í samræmi við gæðastaðla.
- Ýmis tilfallandi verkefni innan gæðasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vinnu við gæðakerfi (t.d. ISO 14001 eða 9001)
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í starfi.
- Þekking og/eða reynsla af gæðamálum.
- Geta til þess að lesa teikningar.
- Reynsla úr byggingariðnaði.
- Góð almenn tölvukunnátta
- Sjálfstæði, frumkvæði og jákvætt viðhorf í starfi.
- Góð kunnátta á ensku og íslensku.
- Góð kunnátta á pólsku er kostur en ekki nauðsyn.
Fríðindi í starfi
- Námskeið og fræðsla
- Líkamsræktarstyrkur
- Hádegismatur
- Fjölbreytt verkefni
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
Auglýsing birt5. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (12)

Starf í glerverksmiðju á Hellu
Kambar Byggingavörur ehf

Sumarstarfsmaður í vöruhús Rubix á Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf

Spennandi sumarstörf / Exciting summer jobs
Alcoa Fjarðaál

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan

Framleiðsla - Cement Production Workers
BM Vallá

Almenn umsókn um sumarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær

Öflugur framleiðslumaður óskast í álframleiðslu á íshellu 1
Kambar Byggingavörur ehf

aðstoðarmann í bakarí
Lindabakarí

Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs
Sumarstörf - Kópavogsbær

Vanur innréttingar sprautari óskast
Parki

Starfsmaður á verkstæði / Car mechanic
KúKú Campers Ehf.

Verkamaður í sumarstarf
PRO-Garðar ehf.