Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Dælubílstjóri

Steypustöðin leitar að Sterkum og Jákvæðum einstaklingi í skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ef þú hefur frumkvæði, getur unnið vel undir álagi og ert líkamlega vel í stakk búin(n), gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.💪

Starfið er fjölbreytt og krefjandi, felst að mestu leyti í akstri og stýringu á steypudælu, og er því líkamlega krefjandi. Meiraprófsréttindi (flokkur C) og vinnuvélaréttindi (flokkur D) lágmarkskrafa. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að bætast í okkar góða teymi. Þú þarft að vera tilbúin(n) til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í góðum hópi.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dæling steypu samkvæmt fyrirmælum verkstjóra

  • Viðhald faglegra og jákvæðra samskipta við viðskiptavini

  • Afhending vöru á steypustað og kvittun frá móttakanda

  • Vakta gæði framleiðsluvöru og tryggja stöðugt eftirlit

  • Fylgjast með vélbúnaði og tækjum, tilkynna frávik til yfirmanns

  • Viðhalda snyrtimennsku og klæðast hreinum fatnaði í starfi

  • Tryggja að tæki og búnaður séu ætíð hrein og snyrtileg

  • Bregðast við flóknari verkefnum af öryggi og fagmennsku

  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt meiraprófsréttindi C 
  • Vinnuvélaréttindi D (Kranar 18 tonnmetrar eða minni)
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta kostur
  • Góð enskukunnátta skilyrði
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Eftirfylgni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Námskeið og fræðsla
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur13. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÚtkeyrslaPathCreated with Sketch.Vöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar