
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Ökuþór með meirapróf óskast
Bílaumboðið Askja óskar eftir að ráða drífandi og duglegan aðila á bílaflutningabíl fyrirtækisins.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Flutningur á nýjum og notuðum bílum til og frá Öskju
- Flutningur á bílum til umboðsaðila um allt land
- Umsjón og þrif á flutningabílum Öskju
- Önnur tilfallandi verkefni sem snúa að bílaflutningum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meirapróf
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulund og sveigjanleiki
- Heiðarleiki og stundvísi
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur
- Líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Bílstjóri sumarstarf - Keflavíkurflugvöllur
DHL Express Iceland ehf

Flutningsbílstjóri hjá Steypustöðinni
Steypustöðin

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Bílstjóri með meirapróf CE réttindi
Blue Car Rental

Bílstjóri með C1 réttindi
Flutningaþjónustan ehf.

Bílstjóra með próf á vörubíl og dráttarbíl
Loftorka Reykjavík ehf.

Vörubílstjóri - trailer / dráttarbíll
Stéttafélagið ehf.

Tækjamenn og meiraprófs bílstjórar
Dráttarbílar Vélaleiga ehf

Gámabílstjóri með meirapróf / Container truck driver (C&CE)
Torcargo

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf

Bílstjóri á lager Skútuvogi
Olís ehf.

Ertu ökuþór?
ÓJ&K - Ísam ehf