Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Ökuþór með meirapróf óskast

Bílaumboðið Askja óskar eftir að ráða drífandi og duglegan aðila á bílaflutningabíl fyrirtækisins.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Flutningur á nýjum og notuðum bílum til og frá Öskju
  • Flutningur á bílum til umboðsaðila um allt land
  • Umsjón og þrif á flutningabílum Öskju
  • Önnur tilfallandi verkefni sem snúa að bílaflutningum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meirapróf
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Þjónustulund og sveigjanleiki
  • Heiðarleiki og stundvísi
Af hverju Askja?
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur
  • Líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.