Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Hlutverk og stefna HSS
Heilsugæslusvið HSS sinnir heilbrigðisþjónustu við heilbrigða og sjúka sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19.gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990 og heilbrigðisáætlun heilbrigðisráðuneytisins. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s.s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstarf. Áherslu skal leggja á málaflokka eins og áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarnir, geðheilbrigði, hjarta- og heilavernd, næringarráðgjöf, mataræði og krabbameinsvarnir. Þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að efla heimaþjónustu enn frekar og hafa þannig að markmiði að skjólstæðingar, bæði aldraðir og sjúkir, geti dvalið heima hjá sér sem allra lengst.
Stefna HSS er að veita Suðurnesjabúum lögbundna heilsugæslu í heimabyggð, að unnt sé að bóka tíma samdægurs á heilsugæslu ef skjólstæðingur óskar þess og að biðtími á biðstofu eftir bókuðum tíma verði ekki meira en 30 mínútur að jafnaði.
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og endurhæfingaþjónustu annars vegar og skurðlækningar og fæðingarhjálp hins vegar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Nú er starfrækt hjúkrunardeild í Grindavík í tengslum við sjúkrahúsið og legudeild á 2. hæð í Reykjanesbæ. Á ljósmæðravakt eru fjögur rúm.
Sjúkrahúsið hefur á að skipa sérgreinalæknum bæði í skurðlækningum og lyflækningum. Þá er rekin slysa- og bráðamóttaka í nánum tengslum við heilsugæslusvið.
Stefna HSS er að uppfylla 70-80% af þjónustuþörf íbúa Suðurnesja fyrir sjúkrahúsþjónustu. Sérhæfð og flókin þjónusta verður eftir sem áður sótt til Landspítala háskólasjúkrahúss.
https://hss.is/index.php/um-hss/hss/hlutverk-og-stefna
Sumarafleysing - Móttökuritari
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.
Um er að ræða tímabundið starf í sumarafleysingar. Unnið er á vöktum.
Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur meðal annars í sér almenna afgreiðslu, uppgjör, símsvörun og bókanir. Upplýsingagjöf og aðstoð við skjólstæðinga auk samvinnu og aðstoðar við aðrar deildir innan stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða annað nám sem nýtist í starfi t.d. heilbrigðisritari eða önnur heilbrigðismenntun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af excel er kostur
- Góð þjónustulund og samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð
- Starfsreynsla er kostur
- Jákvætt og hlýtt viðmót
- Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti
- Góð enskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Þjónustufulltrúi á þjónustusvið Hyundai
Hyundai
Sumarstarf 2025 | Summer Job 2025
Embla Medical | Össur
Þjónustufulltrúi - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Þjónustuver - þjónustufulltrúi
Öryggismiðstöðin
Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup
Þjónustufulltrúi í Þjónustuver Avis
Avis og Budget
Sumarstörf 2025 - Lóðaumsjón
Landspítali
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður æðaskurðlækninga - Hlutastarf
Landspítali
Sumarafleysing almennir starfsmenn HVE Silfutún Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing-alm.starfsmenn hjúkrunarheimili Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing, alm. starfsmenn á hjúkrunar- og legudeild
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili