
Skólastjóri Seljaskóla
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Seljaskóla.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum sem og leiðtogahæfileikum til að leiða framtíð og framþróun skólastarfs Seljaskóla í samræmi við stefnumótun borgarinnar sem og áætlanir, óskir og þarfir skólasamfélagsins.
Seljaskóli við Kleifarsel er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk í efri hluta Seljahverfis.
Þar sækja rúmlega 670 nemendur skóla og við hann starfa um 100 starfsmenn.
Starfið byggir á grunngildum skólans, samvinnu- ábyrgð- trausti – og tillitssemi og er skólastarf sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT).
Sérstök áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfseflingu í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.
Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu og vinnur kennarateymi saman að kennslu árgangs, þróun skólastarfs og samvinnu við foreldra.
- Veitir skólanum faglega forystu og mótar framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar í samstarfi við nemendur, starfsfólk og foreldra.
- Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
- Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
- Standa vörð um farsæld nemenda.
- Leiða öflugt stjórnunarteymi skólans, bera ábyrgð á sýn og stefnu skólans í samvinnu við starfsfólk.
- Ber ábyrgð á virku og farsælu samstarfi aðila skólasamfélagsins.
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsnám og reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg.
- Þekking og reynsla af grunnskólastigi.
- Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
- Reynsla og áhugi á að starfa með margbrotnu og kraftmiklu samfélagi.
- Lipurð og færni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Faglegur metnaður, sjálfstæði og frumkvæði.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og leiða skólaþjónustu.
- Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum staðli um tungumálakunnáttu.












