Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Hjúkrunardeildarstjóri á Höfða

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir tímabundna stöðu hjúkrunardeildarstjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða tímabilið frá 1. júní 2025 til 31. maí 2026.

Á Höfða eru 75 íbúar en auk þess eru tvö hvíldar- og skammtímarými. Á Höfða eru einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heimilisins, en þar er rekin dagdvöl með 25 rýmum. Í sameiginlegu rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, aðstaða fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og dagdvöl. Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is

Hæfnikröfur

  • Leitað er að einstaklingi með starfsreynslu í hjúkrun, góða leiðtogahæfni, áhuga á þjónustu við aldraða og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
  • Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.
  • Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg.
  • Framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar æskileg.
  • Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og góða íslenskukunnáttu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfshlutfall er 90%.


Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2025.

Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunardeildarstjóra veitir:

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri, sími 856-4304, netfang: [email protected]

Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar