

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar eftir að ráða öflugan, lausnamiðaðan og framsækin einstakling til að leiða starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri búsetukjarnans, starfsmannahaldi, innra skipulagi, faglegu starfi, vaktaskýrslugerð o.fl.
Forstöðumaður vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum. Búsetukjarninn veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukningar velferðar fyrir íbúana.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi.
- Utanumhald um rekstur og starfsmannamál
- Launavinnsla
- Skipuleggja faglegt starf
- Stýra innra starfi og bera ábyrgð á veittri þjónustu
- Samskipti við lykilaðila, s.s íbúa, aðstandendur, fagaðila og aðra hagaðila
- Ber ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfssemina gilda
- Háskólaprómenntun á sviði heilbrigðis-, mennta eða félagsvísinda
- Reynsla af og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Haldgóð reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
- Þekking á hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, þjónandi leiðsagnar og valdeflingar
- Góð tölvukunnátta og reynsla af noktun skipulags- og vaktavinnuforrita svo sem Vinnustund, Vinnu, Memaxi og Outlook er æskileg
- Þekking á bókhaldsvinnu er kostur
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Mikil hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Hreint sakarvottorð
- Bílpróf













