

Forstöðumaður dagdvala eldri borgara
Sveitafélagið Árborg leitar af öflugum forstöðumanni dagdvala eldri borgara. Dagdvalirnar eru tvær, Árblik og Vinaminni. Forstöðumaður veitir forystu á rekstri og stuðlar að faglegu starfi dagdvalanna tveggja í Árborg. Í Árblik er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Vinaminni er sérhæfð dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Stuðlað er að því að virkja einstaklinginn, örva og hvetja til virkni eftir eigin getu.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Um er að ræða 100% starf og reiknað með að umsækjandi geti hafið störf sem allra fyrst.
- Yfirumsjón með rekstri og faglegri stjórn dagdvalanna.
- Sér um verkstjórn og stýrir daglegum rekstri.
- Ber ábyrgð á ráðningum og mannauðsmálum.
- Vinna við gerð fjárhagsáætlunar.
- Vinna við gerð launaáætlunar og daglegt yfirlit og umsjón með vinnustund starfsmanna.
- Ber ábyrgð á innra starfi vinnustaðarins, svo sem gerð verkferla og vinnulags.
- Stefnumótun í málefnum aldraðra.
- Mat á þjónustuþörf aldraðra.
- Gætir að því að einstaklingarnir sem njóta þjónustunnar fái umönnun við hæfi.
- Gætir öryggis og velferðar notenda.
- Stuðlar að góðum og jákvæðum samskiptum við starfsmenn, notendur þjónustunnar, aðstandendur, samstarfsaðila og aðra þá sem hlut eiga að máli eins og stofnanir og samtök er snerta málefni aldraðra.
- Háskólamenntun af félagsvísindasviði
- Stjórnendanám, skilyrði.
- Reynslu af stjórnun og mannauðsmálum.
- Reynslu af starfi með öldruðum og einstaklingum með heilabilun.
- Hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð skilyrði.
- Góð tölvukunnátta áskilin.
- Hæfni í ræðu og riti.
- Þekking á opinberu stjórnsýslu kostur.
- Þekking á office 365, Navision og H3 kostur.
- Reynsla af fjárhagsáætlunar- og launaáætlunar gerð.












