Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð

Skólastjóri Patreksskóla

Vesturbyggð auglýsir starf skólastjóra Patreksskóla laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn á rekstur skóla og er tilbúinn til að leiða Patreksskóla í samræmi við skólastefnu Vesturbyggðar.

Patreksskóli er samrekinn grunn- og leikskóli. Í skólanum eru um 100 nemendur og þar starfa 30 starfsmenn. Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu/vinnu.

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta og skólaþróun
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans
  • Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla er skilyrði
  • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs er kostur
  • Leiðtogahæfni og metnaður
  • Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing birt12. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Sveinseyri 140310, 460 Tálknafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar