

Aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í skólanum.
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru "ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.
- Vinnur ásamt skólastjóra að stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
- Fylgist með skipulagi náms og kennslu í skólanum og hefur forystu um þróun og umbætur í starfi skólans.
- Þróar ásamt skólastjóra aðferðir með það að markmiði að bæta árangur skólastarfsins og aðstoðar við gerð símenntunaráætlunar skólans.
- Aðstoðar við starfsemi frístundar og starfsemi hennar
- Aðstoðar við skipulagningu sérfræðiþjónustu og gerð lögbundinna áætlana s.s. öryggisáætlana, forvarnaráætlana o.s.frv.
- Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari
- Viðbótarmenntun og stjórnunarreynsla er æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum
















































