Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður

Skólastjóri Árskóla

Staða skólastjóra Árskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfni og víðtæka þekkingu á skólastarfi til að veita skólanum faglega forystu og leiða skipulagningu á skapandi skólastarfi í stöðugri framþróun í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Árskóli er heildstæður grunnskóli þar sem um 400 nemendur stunda nám. Í Árskóla vinnur sérhæft starfsfólk saman að því að mæta ólíkum einstaklingum með krefjandi verkefnum við hæfi hvers og eins. Unnið er í anda hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar og lögð er áhersla á að koma til móts við námsþarfir allra nemenda í skólahverfinu.

Skólastarfið í Árskóla er varðað mörgum hefðum sem setja sterkan svip á skólabraginn. Á hverju ári fer fram danshátíð þar sem nemendur 10. bekkjar dansa í sólarhring með aðstoð allra nemenda skólans. Allir bekkir æfa leikrit og setja á svið, alls rúmlega 30 sýningar í félagsheimilinu Bifröst. Auk þess setja 10. bekkingar upp barnaleikrit í fullri lengd og selja inn á sýningar sem hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalag til Danmerkur. Síðan má nefna friðargöngu, þorrablót, íþróttadag og gleðigöngu. Foreldrar og bæjarbúar taka virkan þátt í þessum hefðum.

Árskóli var tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna árið 2024 fyrir framúrskarandi skólastarf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stýra og bera faglega ábyrgð á daglegri starfsemi skólans
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum skólans
  • Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans í samræmi við menntastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla
  • Mannauðsmál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun
  • Stuðla að góðum skólabrag og samstarfsvettvangi skóla og samfélags
  • Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja
  • Leiða og hvetja starfsfólk áfram með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust
  • Samstarf við skólasamfélagið í Skagafirði

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari, auk kennslu- og stjórnunarreynslu í grunnskóla
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla sem veitir sérhæfða hæfni, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 95/2019
  • Leiðtogahæfni og reynsla af faglegri forystu á sviði skólamála í grunnskóla
  • Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálastjórn og mannauðsmálum
  • Góð þekking á notkun upplýsingatækni í kennslu
  • Lipurð í samstarfi og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður fyrir öflugu skólastarfi
  • Skýr framtíðarsýn
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í stöðu skólastjóra grunnskóla, ásamt afriti af prófskírteinum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skagfirðingabraut 143715, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar