

Skólastjóri Dalskóla
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Dalskóla.
Spennandi og gefandi starf í skóla þar sem lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf.
Dalskóli hóf störf 2010, þá sem samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimilinu Úlfabyggð. Frá hausti 2025 verður breyting á stjórnun skólanna og leikskóli og grunnskóli aðskildir.
Dalskóli er staðsettur í Úlfarsárdal og í honum eru um 500 nemendur og er frístundaheimilið Úlfabyggð fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.
Í Dalskóla er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og í frístundahluta er lögð áhersla á skapandi og frjótt frístundastarf.
Kennslustundir eru byggðar upp í anda leiðsagnarnáms. Teymiskennsla og öflugt lærdómssamfélag er allsráðandi. Starfsþróun byggir m.a. á að allir kennarar framkvæmi starfendarannsóknir. Við Dalskóla starfar öflugt stjórnunarteymi og stoðteymi nemenda.
Dalskóli er fjölmenningarlegur skóli sem leggur áherslu á inngildingu allra nemenda.
Einkunnarorð skólans eru: Hamingjan er ferðalag
- Bera ábyrgð á og vinna að faglegri þróun skólans og vinna samkvæmt stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar. Þetta er gert í samstarfi við nemendur, starfsfólk og forsjáraðila
- Standa vörð um farsæld nemenda
- Hlúa að starfsfólki og styðja það til góðra verka
- Bera ábyrgð á ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun starfsmanna
- Leiða öflugt stjórnunarteymi grunnskólahluta og frístundahluta og bera ábyrgð á sýn og stefnu skólans Í samvinnu við starfsfólk
- Tryggja samstarf við ytri hagaðila eins og foreldra og foreldrafélag, félagsmiðstöðina Fellið, menningarmiðstöð, tónlistarskóla, menningarstofnanir, íþróttafélög o.fl. aðila sem deila með okkur ábyrgð á velferð barna.
- Bera ábyrgð á fjárreiðum og rekstri skólans
Hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsnám og reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg.
- Þekking og reynsla af grunnskólastigi, og/eða frístundasviði.
- Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
- Reynsla og áhugi á að starfa með margbrotnu og kraftmiklu samfélagi.
- Lipurð og færni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Faglegur metnaður, sjálfstæði og frumkvæði.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og leiða skólaþjónustu.
- Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum staðli um tungumálakunnáttu.
Jafnframt er krafist hreins sakavottorðs í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Heilsutengd hlunnindi starfsfólks Reykjavíkurborgar má sjá hér: https://reykjavik.is/atvinna-og-mannaudur/hlunnindi












