

Aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra með farsæla starfsreynslu úr skólastarfi og er tilbúinn til að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í samrýmdu teymi stjórnenda. Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga sem býr yfir víðtækri þekkingu á skólastarfi.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 340 nemendur í 1.-10.bekk og um 65 starfsmenn. Við skólann ríkir faglegur metnaður þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti og námsmenning leiðsagnarnáms er leiðandi. Skólinn er teymiskennsluskóli og unnið er eftir stefnu Uppeldis til ábyrgðar.
Við skólann starfar góður, samheldinn starfsmannahópur með mikinn metnað og ríkan samstarfsvilja.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1.ágúst 2025 og um er að ræða 100% starf.
- Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur.
- Er staðgengill skólastjóra.
- Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir, Aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Borgarbyggðar.
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans.
- Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
- Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna í samráði við skólastjóra.
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
- Leyfisbréf og reynsla af kennslu í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun æskileg.
- Þekking og áhugi á leiðsagnarnámi.
- Farsæl reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum.
- Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu.
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.
- Góð tölvukunnátta.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.






















