Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Matráður í Uglukletti

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi auglýsir eftir matráði. Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Matráður tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í leikskólanum með áherslu á vellíðan barna og gott starfsumhverfi. Matráður ber ábyrgð á rekstri mötuneytis leikskólans ásamt því að sjá um þvottahús og kaffistofu starfsmanna.

Skólinn vinnur eftir gildum jákvæðrar sálfræði og heilsueflingar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu https://borgarbyggd.is/stofnun/ugluklettur

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér um matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla
  • Sér um að næringargildi fæðunnar sé í samræmi við manneldismarkmið
  • Gerir matseðla og sér um kynningu á þeim
  • Sér um innkaup á matvælum og annarri rekstrarvöru fyrir mötuneyti
  • Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti
  • Þrif og hreingerning í mötuneyti og þvottahúsi 
  • Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
  • Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af leikskólagjöldum í Borgarbyggð
  • 36 klst. vinnuvika
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ugluklettur 1, 310 Borgarnes
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar