Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Leiðtogi barna og ungmenna í Borgarbyggð

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman leiðtoga í starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar og ungmennahúss í Borgarbyggð. Viðkomandi þarf að hafa drifkraft og seiglu til að drífa áfram spennandi verkefni.

Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Í félagsmiðstöðunni Óðal þjónustum við börn og ungmenni í Borgarbyggð á aldrinum 10-16 ára.

Meginhlutverk félagsmiðstöðvarinnar Óðals er að bjóða börnum og ungmennum innihaldsríkt tómstundastarf. Í Óðal bjóðum við öllum börnum og ungmennum þátttöku í fjölbreyttu tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra.

Unnið er að því að endurvekja Mími ungmennahús fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára og mun leiðtogi taka þátt í að leiða þá vinnu. Við viljum bjóða upp á starfsemi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti og að valdefla ungmenni til lýðræðislega starfshátta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs í samráði við starfsfólk og þátttakendur í starfinu.
  • Ber ábyrgð á að efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna og ungmenna í félagsmiðstöðvum með fjölbreyttum og aldursviðeigandi viðfangsefnum.
  • Leita leiða til að ná til þeirra barna og ungmenna sem þurfa stuðning í frístundum sínum og/eða þurfa á félagslegum stuðningi að halda.
  • Vinna að ýmsum samstarfsverkefnum á milli þeirra sem koma að málefnum barna og ungmenna í samfélaginu.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, þjálfun og þróun starfsmanna.
  • Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd forvarnaverkefna og fræðslu.
  • Yfirumsjón með vinnuskóla Borgarbyggðar og sumarnámskeiðum fyrir 5.-7. bekk. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla af starfi með börnum/ungmennum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og jákvæðni.
  • Reynsla af félags- og tómstundastarfi. 
  • Reynsla af stjórnun. 
  • Góð íslenskukunnátta og almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar. 
Fríðindi í starfi
  • 36 klst. vinnuvika
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Sveiganlegur vinnutími 
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Gunnlaugsgata 8A, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar