
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Frístundarleiðbeinandi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum
Við leitum eftir manneskju í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund Hvanneyri & Kleppjárnsreykjum út skólaárið 2024-2025.
Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.
Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13.00/13:30 -16:00 alla virka daga, hægt að vinna frá tveimur upp í fimm daga vikunnar.
Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi og leggjum við mikið uppúr lýðræðisþáttöku barna, vinnum í opnu starfi, klúbbum og sértæku hópastarfi.
Umsækjandi verður að hafa náð 18 ára aldri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundarstarfi.
- Samvinna og samráð við börn og annað samstarfsfólk.
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum
- Sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af starfi með börnum er kostur.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt13. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Grunnskólakennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Grunnskóli Borgarfjarðar umsjónarkennar, mynd og textílmennt
Borgarbyggð

Leiðbeinendur í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Leikskólastjóri í Klettaborg
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi í Borgarnesi
Borgarbyggð

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn
Borgarbyggð
Sambærileg störf (10)

Frístundaleiðbeinendur og stuðningsstarfsmenn
Sveitarfélagið Árborg

Aðstoðardeildarstjóri tómstundarmiðstöðvar - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur

Leiðbeinendur í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Deildarstjóri - Leikskólinn Hlíðarberg
Hafnarfjarðarbær

Tómstundaleiðbeinandi - Aldan - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri Nýsköpunarseturs
Hafnarfjarðarbær

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir

Frístundaleiðbeinandi í Borgarnesi
Borgarbyggð