Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Skólastjóri við Kvíslarskóla

Mosfellsbær óskar eftir að ráða skólastjóra við Kvíslarskóla. Kvíslarskóli er unglingaskóli fyrir nemendur í 7.-10. bekk og tekur skólastarfið mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.

Í Kvíslarskóla eru um 360 nemendur og um 60 starfsmenn en skólinn var stofnaður árið 2021 þegar Varmárskóla var skipt í tvo skóla.

Í Kvíslarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti þar sem m.a. hópastarf, tækni, lestur og leiðsagnarnám eru höfð að leiðarljósi. Jafnframt hefur verið horft sérstaklega til þróunarverkefna í skólastarfinu og ber þar hæst „Flipp flopp í skapandi skólastarfi“. Verkefnið einkennist af samþættingu og nýstárlegum vinnubrögðum af hálfu nemenda og kennara auk samspils upplýsingatækni og kennslufræðilegra hugmynda í námi.

Leitað er að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á skólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna og unglinga, stjórnun og forystu, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi skólastarfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur og framþróun í samræmi við stefnumótun Mosfellsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.
  • Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi skólans.
  • Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Bera ábyrgð á og styðja við innleiðingu og samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
  • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
  • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Framúrskarandi lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skólabraut 6-10 6R, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar