Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30 þúsund íbúa og um um 2500 starfsfólk sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Mannauðurinn er okkur dýrmætur.
Lögð er áhersla á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við viljum vera áhugaverður og góður vinustaður og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn.
Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína, hefur tækifæri til þróunar og fái hvatningu til að sýna frumkvæði og njóta sín í starfi sem skilar sér í aukinni starfsánægju og góðri þjónustu við bæjarbúa.
Við erum heilsueflandi vinnustaður og viljum að öllum líði vel í vinnunni og bæði stjórnendur og starfsfólk leggja sitt að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum.
Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.
Skóla- og frístundaliði - Lækjarskóli
Lækjarskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða í 65-75% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Starfar með nemendum með sértækan vanda
- Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
- Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
- Tekur á móti nemendum og aðstoðar
- Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
- Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
- Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla að vinna með börnum með sérþarfir kostur
- Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2024.
Nánari upplýsingar veitir Arna Björný Arnardóttir skólastjóri, arna@laekjarskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Kennari – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Starfsfmaður á heimili fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Sambærileg störf (12)
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Tímbundið starf í leikskólanum Garðaseli
Leikskólinn Garðasel
Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær
Krakkakot auglýsir eftir einstaklingi til aðstoðar í eldhúsi
Garðabær
Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær
Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli
Lausar stöður leikskólakennara
Leikskólinn Tjarnarskógur
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Drekadalur - Kennarar
Reykjanesbær
Leikskólakennari óskast.
Dalvíkurbyggð