

Sérfræðingur í verðtölfræði
Hefur þú áhuga á að varpa ljósi á verðlagsþróun í þjóðfélaginu? Hagstofa Íslands leitar eftir sérfræðingi í metnaðarfullt teymi verðvísitalna sem vinnur greiningar og útgáfur á verðvísitölum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér vinnu við mælingu, útreikning og útgáfu verðvísitalna og annarrar verðtölfræði. Þróun á aðferðafræði, umbætur og gæði eru mikilvægur hluti starfsins, auk þjónustu við notendur og kynningu á aðferðafræði. Viðfangsefnin eru fjölbreytt m.a. samskipti við innlenda og erlenda aðila.
-
Háskólamenntun í hagfræði, stærðfræði, verkfræði eða skyldum greinum
-
Þekking og reynsla af forritun, s.s. R eða Python
-
Reynsla af greiningu og framsetningu tölulegra upplýsinga
-
Þekking á efnahagsmálum er kostur
-
Þekking á vísitölufræðum er kostur
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
-
Nákvæmni og vönduð vinnubrögð
-
Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskipta- og samstarfshæfni
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Hvað býður Hagstofan upp á?
-
Krefjandi og spennandi verkefni
-
Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki
-
Skemmtilegt samstarfsfólk
-
Gott mötuneyti
-
Íþróttastyrk
-
Samgöngustyrk
-
Sveigjanlegan vinnutíma
-
Möguleika til fjarvinnu
-
Hjólageymslu og bílastæði
-
Virkt starfsmannafélag skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk.
Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta - áreiðanleiki - framsækni.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öll sem telja sig hæf í starfið eru hvött til að sækja um óháð kyni og uppruna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 einstaklinga.
Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is
Vertu hluti af liðsheild sem vinnur að því að skapa traustar upplýsingar fyrir samfélagið
Í grunninn er starfið staðbundið við skrifstofu Hagstofunnar.
Marta Guðrún Daníelsdóttir, [email protected]
Jóda Elín V. Margrétardóttir, [email protected]













