Héðinn
Héðinn
Héðinn

Forritari í nýsköpunar- og þróunardeild

Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að ganga til liðs við nýsköpunar- og þróunardeildina.

Í þessu spennandi starfi færðu tækifæri til að vinna í litlu og nánu teymi við þróun sérhæfðs hugbúnaðar og tæknilausna fyrir iðnað og sjávarútveg. Verkefnin snúast um að hanna og bæta vinnuferla, auka sjálfvirkni og þróa hugbúnað, auk vinnu við gagnasöfnun úr tækjabúnaði skipa og lausnir byggðar á þrívíddarskönnun.

Við leitum að einstaklingi sem hefur góða forritunarfærni og brennandi áhuga á nýsköpun og tækni. Reynsla af DevOps er mikill kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hugbúnaðarþróun
  • Úrvinnsla gagna
  • Hýsing og rekstur hugbúnaðar
  • Hugmyndavinna
  • Þrívíddarskönnun skipa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða verkfræði
  • Reynsla af forritun (t.d. C#, html, css, Javascript).
  • DevOps reynsla er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni 
  • Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi 
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti með morgunmat og heitum mat í hádeginu
  • Líkamsræktaraðstaða 
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt2. mars 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.C#PathCreated with Sketch.CSSPathCreated with Sketch.Hönnun gagnagrunnaPathCreated with Sketch.HTMLPathCreated with Sketch.JavaScriptPathCreated with Sketch.SQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar