
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Forritari í nýsköpunar- og þróunardeild
Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að ganga til liðs við nýsköpunar- og þróunardeildina.
Í þessu spennandi starfi færðu tækifæri til að vinna í litlu og nánu teymi við þróun sérhæfðs hugbúnaðar og tæknilausna fyrir iðnað og sjávarútveg. Verkefnin snúast um að hanna og bæta vinnuferla, auka sjálfvirkni og þróa hugbúnað, auk vinnu við gagnasöfnun úr tækjabúnaði skipa og lausnir byggðar á þrívíddarskönnun.
Við leitum að einstaklingi sem hefur góða forritunarfærni og brennandi áhuga á nýsköpun og tækni. Reynsla af DevOps er mikill kostur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hugbúnaðarþróun
- Úrvinnsla gagna
- Hýsing og rekstur hugbúnaðar
- Hugmyndavinna
- Þrívíddarskönnun skipa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða verkfræði
- Reynsla af forritun (t.d. C#, html, css, Javascript).
- DevOps reynsla er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
- Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti með morgunmat og heitum mat í hádeginu
- Líkamsræktaraðstaða
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt2. mars 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
C#CSSHönnun gagnagrunnaHTMLJavaScriptSQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ertu að læra tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði?
Míla hf

Linux kerfisstjóri
Reiknistofa bankanna

Frontend Developer
atNorth

Senior Developer
atNorth

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Persónuvernd

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Húnabyggð

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Verkefnastjóri við þróun vatnsafls
Landsvirkjun

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Exceptional front-end developer
Vettvangur

Ertu klár í gervigreind?
DataLab

Sérfræðingur í tæknilegum lausnum
Landskerfi bókasafna hf.