DataLab
DataLab
DataLab

Ertu klár í gervigreind?

DataLab hefur frá árinu 2016 framleitt hugbúnaðarlausnir sem nýta gervigreind og gagnatækni.

Við erum sérfræðingar í hefðbundinni gervigreind - Traditional AI - og einnig hinni nýju og spennandi spunagreind - Generative AI. Þar að auki þekkjum við vel alla þá gagnatækni sem kemur við sögu í slíkum gagnalausnum.

Einnig veitum við viðskiptavinum ráðgjöf um hvernig þau geti nýtt þessa tækni með skynsamlegum hætti í starfsemi sinni.

-----------

Við hækkum nú flugið og stækkum teymið.

Við leitum að landsins helstu sérfræðingum í gervigreind. Bæði til að framleiða slíkar lausnir en einnig til að veita ráðgjöf um hagnýtingu tækninnar.

Sem sagt tveir prófílar sem við leitum að. Ef þú tékkar í annan máttu sækja um. Ef þú tékkar í báða máttu endilega sækja um.

#1 Við leitum að einstaklingum með tæknilegan bakgrunn á sviði gervigreindar, gagnatækni og hugbúnaðarþróunar sem geta lagt hönd á plóginn í framleiðslu gervigreindarlausna fyrir kröfuharða viðskiptavini á Íslandi.

#2 Við leitum að einstaklingum sem geta sinnt ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Þau þurfa að vera með djúpan tæknilegan bakgrunn en jafnframt að hafa góðan skilning á gangverkinu á vinnustöðum þessa lands, hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Hér er á ferðinni tækifæri fyrir einstakling sem hefur sinnt þróun slíkra lausna að taka skrefið yfir í alhliðagervigreindarráðgjafa!

Þín sérhæfing gæti verið á einu af eftirfarandi sviðum

  • Data Engineering / Gagnaverkfræði
  • Data Science & AI / Gagnavísindi og gervigreind
  • Software Engineering / Hugbúnaðarverkfræði
  • Computer Science / Tölvunarfræði

Með annað augað á gervigreindinni og hagnýtingu hennar til góðra verka og hitt á gagnatækni og hugbúnaðarþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framleiðsla hugbúnaðarlausna sem hagnýta gervigreind (traditional AI, generative AI) í samstarfi við sérfræðinga DataLab og viðskiptavini.
  • Framleiðsluferlið nær frá meðhöndlun gagna á gagnainnviðum í skýinu til framenda. Sérfræðingar DataLab sérhæfa sig í einstökum skrefum í framleiðsluferlinu, t.d. data engineering eða MLOps. Þú þarft því ekki að vera sérfræðingur í öllu en afar klár á einstökum sviðum.
  • Góðrar þekkingar á python forritunarmálinu er krafist. Einnig þekkingar á skýjainnviðum, t.d. Azure.
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun er afar mikill kostur.
  • Verkefni á sviði ráðgjafar eru fjölbreytt en þar reynir einkum á hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, hugmyndaauðgi og víðtæka þekkingu á tæknilegum og viðskiptalegum úrlausnarefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að fólki með meistaragráðu sem veitir góðan grunn fyrir framleiðslu gagnadrifinna hugbúnaðarlausna. Í teyminu eru t.a.m. einstaklingar með meistargráðu í stærðfræði, gagnavísindum, tölvunarfræði, tölfræði og gervigreind, svo dæmi séu nefnd. 

Snillingar með grunngráðu í réttu fagi eiga líka séns : )

 

Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur13. mars 2025
Laun (á mánuði)800 - 1.200 kr.
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Hönnun gagnagrunnaPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Python
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar