

Ertu klár í gervigreind?
DataLab hefur frá árinu 2016 framleitt hugbúnaðarlausnir sem nýta gervigreind og gagnatækni.
Við erum sérfræðingar í hefðbundinni gervigreind - Traditional AI - og einnig hinni nýju og spennandi spunagreind - Generative AI. Þar að auki þekkjum við vel alla þá gagnatækni sem kemur við sögu í slíkum gagnalausnum.
Einnig veitum við viðskiptavinum ráðgjöf um hvernig þau geti nýtt þessa tækni með skynsamlegum hætti í starfsemi sinni.
-----------
Við hækkum nú flugið og stækkum teymið.
Við leitum að landsins helstu sérfræðingum í gervigreind. Bæði til að framleiða slíkar lausnir en einnig til að veita ráðgjöf um hagnýtingu tækninnar.
Sem sagt tveir prófílar sem við leitum að. Ef þú tékkar í annan máttu sækja um. Ef þú tékkar í báða máttu endilega sækja um.
#1 Við leitum að einstaklingum með tæknilegan bakgrunn á sviði gervigreindar, gagnatækni og hugbúnaðarþróunar sem geta lagt hönd á plóginn í framleiðslu gervigreindarlausna fyrir kröfuharða viðskiptavini á Íslandi.
#2 Við leitum að einstaklingum sem geta sinnt ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Þau þurfa að vera með djúpan tæknilegan bakgrunn en jafnframt að hafa góðan skilning á gangverkinu á vinnustöðum þessa lands, hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Hér er á ferðinni tækifæri fyrir einstakling sem hefur sinnt þróun slíkra lausna að taka skrefið yfir í alhliðagervigreindarráðgjafa!
Þín sérhæfing gæti verið á einu af eftirfarandi sviðum
- Data Engineering / Gagnaverkfræði
- Data Science & AI / Gagnavísindi og gervigreind
- Software Engineering / Hugbúnaðarverkfræði
- Computer Science / Tölvunarfræði
Með annað augað á gervigreindinni og hagnýtingu hennar til góðra verka og hitt á gagnatækni og hugbúnaðarþróun.
- Framleiðsla hugbúnaðarlausna sem hagnýta gervigreind (traditional AI, generative AI) í samstarfi við sérfræðinga DataLab og viðskiptavini.
- Framleiðsluferlið nær frá meðhöndlun gagna á gagnainnviðum í skýinu til framenda. Sérfræðingar DataLab sérhæfa sig í einstökum skrefum í framleiðsluferlinu, t.d. data engineering eða MLOps. Þú þarft því ekki að vera sérfræðingur í öllu en afar klár á einstökum sviðum.
- Góðrar þekkingar á python forritunarmálinu er krafist. Einnig þekkingar á skýjainnviðum, t.d. Azure.
- Reynsla af hugbúnaðarþróun er afar mikill kostur.
- Verkefni á sviði ráðgjafar eru fjölbreytt en þar reynir einkum á hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, hugmyndaauðgi og víðtæka þekkingu á tæknilegum og viðskiptalegum úrlausnarefnum.
Við leitum að fólki með meistaragráðu sem veitir góðan grunn fyrir framleiðslu gagnadrifinna hugbúnaðarlausna. Í teyminu eru t.a.m. einstaklingar með meistargráðu í stærðfræði, gagnavísindum, tölvunarfræði, tölfræði og gervigreind, svo dæmi séu nefnd.
Snillingar með grunngráðu í réttu fagi eiga líka séns : )













