

FP&A Partner / Sérfræðingur
Um Teya
Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Teya er hér til að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.
Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því!
Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.
Teya hefur auk þess lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.
FP&A Partner
Við erum að leita að metnaðarfullum FP&A sérfræðingi til að vinna náið með leiðtogahópi Teya á Íslandi. Samhliða því að útbúa fjárhagsáætlanir og greiningar munt þú styðja við stefnumótun fyrirtækisins og hjálpa til við að móta framtíð og vöxt Teya á Íslandi.
Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á:
- Að útbúa skýrslur um fjárhagslegan og viðskiptalegan árangur til að styðja við ákvarðanatöku. Þetta felur í sér m.a. rekstrar-, fjárhags- og KPI greiningar
- Að veita gagnadrifna innsýn og ráðleggingar til að knýja fram verðmætasköpun
- Áætlanagerð og fjárhagsspá fyrir starfsemi Teya á Íslandi
- Kostnaðarstýring á útgjöldum og birgjasamböndum Teya á Íslandi
- Aðrar tilfallandi fjármálagreiningar og skýrslugerð með hjálp viðskiptagreindar
- Sjóðstreymisgreiningar og spár í samvinnu við fjárstýringu Teya
- Tryggja nákvæmni og samræmi í áætlanagerð
- Kynna niðurstöður fyrir stjórnendum
- Vinna náið með öðrum teymum fjármálasviðs Teya þvert á lönd
Um þig
- 3-5 ára reynsla af FP&A eða öðru sambærilegu hlutverki
- Greiningarhæfni á sviði fjármála og rekstrar
- Þekking á notkun viðskiptagreindar- og SQL fyrirspurnartóla
- Metnaðarfull/ur og tilbúin/n að bretta upp ermar
- Sjálfstæð/ur og fær um að sinna verkefnum með takmarkaðri leiðsögn
- Þrífst vel í hröðu umhverfi
- Leggur áherslu á nákvæmni
- Hæfni til að miðla flóknum hugmyndum og fjárhagsupplýsingum á skilvirkan og hnitmiðaðan hátt
- Gott vald á ensku og íslensku
- Reynsla af greiðslumiðlun og/eða fjártækni er kostur en ekki skilyrði
Kjör og fríðindi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
- Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
- Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag
- Vinnutölva
- Tækifæri til að þróast í starfi alþjóðlega
- Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag
Umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum alla einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, fötlun, kynhneigð, viðhorfum eða aldri, til að sækja um.













