

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Persónuvernd óskar eftir að ráða kraftmikinn sérfræðing í upplýsingaöryggi á Eftirlitssvið stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt starf sem kallar á þverfaglega vinnu með öðrum sérfræðingum Persónuverndar.
· Yfirumsjón með afgreiðslu tilkynninga um öryggisbresti.
· Yfirumsjón með upplýsingaöryggi hjá Persónuvernd.
· Rannsókn mála sem varða tölvu- og upplýsingakerfi.
· Leiðbeiningar, ráðgjöf og fræðsla til annarra starfsmanna Persónuverndar, þ.m.t. varðandi upplýsingatækni og upplýsingaöryggi.
· Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um upplýsingatækni og upplýsingaöryggi.
· Menntun á sviði upplýsingaöryggis, netöryggis, hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða skyldra greina, frá háskóla eða önnur framhaldsmenntun á sviðinu.
· Nýjasta þekking á upplýsingatækni og upplýsingaöryggi og frumkvæði til að viðhalda henni.
· Þekking á alþjóðlegum stöðlum á sviði upplýsingaöryggis, svo sem ISO/IEC 27001, er kostur.
Framtakssemi, ábyrgð, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni.
Færni til að miðla upplýsingum og til að vinna sjálfstætt og í teymi.
· Mjög góð enskukunnátta er áskilin og íslenskukunnátta er kostur.












