Persónuvernd
Persónuvernd
Persónuvernd

Lögfræðingur hjá Persónuvernd

Persónuvernd óskar eftir að ráða kraftmikinn lögfræðing. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður meðal annars upp á tækifæri til að efla þekkingu á samspili mannréttinda og tækniþróunar.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Öll afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum

·         Verkefni tengd erlendu samstarfi, svo sem í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)

·         Svörun erinda, gerð fræðsluefnis og önnur almenn upplýsingagjöf til almennings

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Grunn- og meistarapróf í lögfræði eða sambærilegt nám

·         Góð íslensku- og enskukunnátta

·         Færni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt

·         Öguð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð

·         Góð samskiptahæfni, ábyrgð og lausnamiðað hugarfar

·         Frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni

Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Laugavegur 166, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar