
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Reynslumikill lögfræðingur á tjónasviði
Við leitum að reynslumiklum, sjálfstæðum og skipulögðum lögmanni til starfa á tjónasviði Varðar. Starfið er í senn skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi og hvetjum við alla áhugasama einstaklinga til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppgjör tjóna og mat á bótaskyldu
- Ritun álitsgerða og minnisblaða
- Ráðgjöf og lögfræðilegur stuðningur við starfsfólk Varðar
- Hagsmunagæsla gagnvart úrskurðarnefnd í vátryggingamálum
- Samskipti, þjónusta og stuðningur við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila, s.s lögmenn
- Eftirlit með því að Vörður starfi í samræmi við lög og reglur á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar
- Önnur tilfallandi verkefni, s.s. skilmálavinna, þátttaka í vöruþróun og ritun umsagna við lagafrumvörp
Menntunar- og hæfniskröfur
- Æskilegt er að umsækjandi hafi a.m.k. fimm ára starfsreynslu af lögfræðistörfum, á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar
- Lögmannsréttindi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniLögmaðurMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (11)

Lögfræðingur hjá Persónuvernd
Persónuvernd

Sumarstarf í afgreiðslu / Car rental Agent
MyCar Rental Keflavík

Tryggingaráðgjafi í Vestmanneyjum
TM

Lögfræðingur
Samgöngustofa

Legal Officer Internal Market Division VA 08/2025
EFTA Secretariat

Temporary Officers (Policy and Legal) - IMD - VA 07/2025
EFTA Secretariat

Policy Officers Internal Market Division VA 06/2025
EFTA Secretariat

Policy Officer Internal Market Division VA 05/2025
EFTA Secretariat

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Vörður tryggingar

Lögfræðingur
Norðurorka hf.

Sumarstörf fyrir háskólanema
Intellecta