Langisjór | Samstæða
Langisjór | Samstæða
Langisjór | Samstæða

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun

Langisjór ehf. er í leit að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra í viðskiptaþróun.

Hlutverk viðskiptaþróunar er að leita leiða til þess að bæta rekstur dótturfélaga Langasjávar ásamt því að gera faglegt mat á tækifærum til innri og ytri vaxtar samstæðunnar. Deildin veitir ráðgjöf og stýrir ákveðnum viðskiptaþróunar- og úrbótaverkefnum ásamt því að bera ábyrgð á greiningum, áætlanagerð, uppsetningu mælaborða og skýrslugerðar.

Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Langisjór veitir þjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, markaðsmála, upplýsingatæknimála og viðskiptaþróunar fyrir öll dótturfélögin.

Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag, Freyja, Mata, Matfugl, Salathúsið og Síld og fiskur. Hjá samstæðunni starfa um 400 manns af öllum uppruna vítt og dreift um landið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórnun
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur
  • Umbótastarf í samstarfi við stjórnendur
  • Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum
  • Rekstrargreining, öflun gagna og gerð stjórnendaskýrslna
  • Arðsemismat verkefna
  • Meta tækifæri til innri og ytri vaxtar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, hafa frumkvæði og getu til að vinna undir álagi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og hæfni til að starfa í hópi
  • Góð tölvukunnátta og þekking á Excel
  • Þekking og reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar