

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór ehf. er í leit að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra í viðskiptaþróun.
Hlutverk viðskiptaþróunar er að leita leiða til þess að bæta rekstur dótturfélaga Langasjávar ásamt því að gera faglegt mat á tækifærum til innri og ytri vaxtar samstæðunnar. Deildin veitir ráðgjöf og stýrir ákveðnum viðskiptaþróunar- og úrbótaverkefnum ásamt því að bera ábyrgð á greiningum, áætlanagerð, uppsetningu mælaborða og skýrslugerðar.
Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Langisjór veitir þjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, markaðsmála, upplýsingatæknimála og viðskiptaþróunar fyrir öll dótturfélögin.
Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag, Freyja, Mata, Matfugl, Salathúsið og Síld og fiskur. Hjá samstæðunni starfa um 400 manns af öllum uppruna vítt og dreift um landið.
- Verkefnastjórnun
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur
- Umbótastarf í samstarfi við stjórnendur
- Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum
- Rekstrargreining, öflun gagna og gerð stjórnendaskýrslna
- Arðsemismat verkefna
- Meta tækifæri til innri og ytri vaxtar
- Háskólamenntun í viðskiptafræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, hafa frumkvæði og getu til að vinna undir álagi
- Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og hæfni til að starfa í hópi
- Góð tölvukunnátta og þekking á Excel
- Þekking og reynsla af sambærilegu starfi er kostur












