

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Hönnunar- og framkvæmdadeild Landspítala leitar að öflugum verkefnastjóra í okkar frábæra teymi, sem stendur fyrir breytingum, meiriháttar viðhaldi og þróun á fasteignum spítalans.
Deildin er á rekstrar- og mannauðssviði spítalans og sinnir heildstæðri verkefnastjórnun framkvæmdaverka frá frumhönnun til afhendingar. Verkefnin eru fjölbreytt, bæði innan og utanhúss og snúa bæði að byggingum og tækjum spítalans. Unnið er með notendum í klínískri starfsemi og öðrum hagsmunaaðilum. Deildin sér einnig um eignaumsýslu á fasteignum spítalans sem er með starfsemi í um 160.000 m², víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Deildin skorar hátt í starfsánægjukönnunum og þar starfa reynslumiklir verkefnastjórar og verkstjórar.
Við leitum að einstaklingi með háskólapróf sem nýtist í starfi, farsæla reynslu af verkefnastjórnun og brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framkvæmdum á spítalanum. Starfshlutfall er 100%, sem er 36 stunda vinnuvika, með styttingu vinnuvikunnar.





























































