
Sumarstörf í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingum til starfa yfir sumarið í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík, með möguleika á áframhaldandi starfi. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á þrískiptum átta tíma vöktum.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er gjarnan nefnd hjartað í starfseminni. Stjórnstöðin sinnir m.a. löggæslu innan íslenskrar lögsögu, þ.m.t. landamæraeftirlit og eftirliti með fiskveiðum bæði innan íslenskrar efnahagslögsögu og á alþjóða hafsvæðum, hún er vaktstöð siglinga og síðast en ekki síst þá er stöðin björgunarstjórnstöð fyrir sjó- og loftför innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins. Stjórnstöðin sinnir allri neyðarsvörun fyrir Landhelgisgæsluna, boðar þyrlur, flugvél, varðskip og aðrar einingar Landhelgisgæslunnar sem og aðra viðbragsaðila í útköll, samræmir aðgerðir og sér um fjarskipti.
-
Samhæfing verkefna Landhelgisgæslu Íslands vegna leitar og björgunar, löggæslu og fiskveiðieftirlits
-
Móttaka, greining og miðlun neyðarkalla auk tilkynninga um slys eða óhöpp
-
Vöktun sjálfvirkra tilkynningarkerfa skipa
-
Fjarskiptaþjónusta við skip
-
Nám sem nýtist í starfi
-
Þekking og reynsla af siglingafræði er kostur
-
Áhugi og geta til að starfa í fjölbreyttu tækniumhverfi
-
Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
-
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
-
Reglusemi, snyrtimennska og stundvísi
-
Sjálfstæði, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
-
Geta til að stunda vaktavinnu og vinna undir álagi
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

