

Gagnasérfræðingur
Tækniskólinn leitar að öflugum gagnasérfræðingi í fullt starf. Staðan tilheyrir áfangastjórn skólans sem heyrir undir aðstoðarskólameistara. Auk gagnagreiningar mun viðkomandi taka þátt í fjölmörgum verkefnum áfangastjórnar.
· Greining og vinnsla gagna sem tengjast rekstri skólans
· Útfærsla, þróun og viðhald gagnalíkana
· Framsetning á tölulegum upplýsingum
· Þróun og umsjón með mælaborði Tækniskólans
· Upplýsingagjöf og stuðningur við stjórnendur
· Tekur þátt öðrum verkefnum áfangastjórnar, t.d. stundatöflugerð, innritun o.fl.
Háskólamenntun í gagnavísindum, verkfræði, tölfræði, stærðfræði eða tengdum greinum
· Mikil og góð þekking á greiningartólum á borð við Power BI og excel
· Reynsla af gagnaúrvinnslu, þróun gagnalausna og viðhaldi gagnagrunna
· Næmt auga fyrir góðri og notendavænni framsetningu gagna
· Sterk rökhugsun og greiningarfærni
· Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu
· Lausna- og umbótamiðuð hugsun, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
· Þekking á skólastarfi kostur
· Hreint sakavottorð
Líkamsræktarstyrkur













