Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í áhættugreiningu

Rio Tinto á Íslandi leitar að sérfræðingi sem hefur metnað fyrir öryggi og áhættustýringu í nýtt starf við áhættugreiningu. Viðkomandi gefst tækifæri til að taka þátt í að tryggja öryggi í krefjandi vinnuumhverfi.

Starfið heyrir undir leiðtoga öryggismála og er sérfræðingurinn hluti af teymi sem vinnur að öryggismálum innan fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerð og eftirfylgni með áhættugreiningum.
  • Samstarf við framleiðslu-, viðhaldsdeildir og verktaka vegna framkvæmdar áhættugreininga.
  • Fræðsla og þjálfun starfsfólks og verktaka.
  • Þátttaka í stefnumótun og umbótaverkefnum innan öryggismála.
  • Aðkoma að viðbragðs- og neyðarvarnaáætlun ISAL.
  • Þátttaka í innri og ytri úttektum.
  • Samskipti við móðurfélag og opinbera aðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í verkfræði eða sambærileg menntun.
  • Reynsla á sviði áhættugreininga.
  • Þekking á viðurkenndum greiningaraðferðum á borð við HAZOP, HAZID, Zurich Hazard Analysis, FMEA er kostur.
  • Þekking á alþjóðlegum öryggis- og gæðastöðlum, svo sem ISO 45001,14001 og 9001 er kostur.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og öguð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi skipulagshæfni ásamt færni í mannlegum samskiptum og getu til að starfa í teymi.
  • Góð íslensku - og enskukunnátta ásamt hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og hvetjandi hátt.
Fríðindi í starfi
  • Frítt fæði í mötuneyti.
  • Heilsustyrkur.
  • Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
  • Velferðartorg.
  • Þátttaka í hlutabréfakaupum.
  • Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar