Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Sérfræðingur í vef - og notendamiðaðri hönnun

Ert þú framúrskarandi í samskiptum og nýtur þess að vinna náið með fjölbreyttu fólki? Við hjá Origo leitum að einstaklingi sem hefur einstakt lag á að vinna í teymi, nýta styrkleika hvers og eins og vera hluti af hóp sem vinnur að því að ná hámarksárangri.

Við bjóðum

  • Tækifæri til að starfa í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi.
  • Hvetjandi verkefni þar sem virðing og samvinna eru lykilatriði.
  • Sveigjanleika og tækifæri til persónulegs og faglegs vaxtar.

Hlutverk og ábyrgð

  • Taka þátt í þróun lausna sem auka verðmæti vöruframboðs.
  • Vinna náið með teymismeðlimum til að tryggja árangur í fjölbreyttum verkefnum.
  • Stuðla að jákvæðu samstarfsumhverfi og draga fram það besta í öllum.
  • Hönnun og þróun á notendavænni (UX) upplifun fyrir vörur og þjónustu.
  • Skapa sjónrænt aðlaðandi og skilvirka (UI) hönnun sem styður notendaupplifun.
  • Vinnustofur og virkar notendaprófanir með áherslu á Alhliða hönnun (Universal Design)
  • Greina gögn og þróa stærri stafræn verkefni frá upphafi.

Hæfni

  • Menntun eða sambærileg reynsla sem að nýtist í starfi, s.s. viðmótshönnun, grafískhönnun eða vöruhönnun.
  • Leysa áskoranir með skapandi hugsun og áherslu á lausnamiðaða nálgun (Design Thinking).
  • Kunnátta á Figma. Einnig er þekking innan Illustrator og Photoshop kostur.

Fríðindi

  • Framúrskarandi vinnuaðstað.

  • Öflug velferðar-og heilsustefna

  • Líkamsræktaraðstaða

  • Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl

Ef þú ert tilbúin/n að leggja þitt af mörkum í framsækið teymi sem stefnir á árangur í gegnum samvinnu, þá viljum við endilega heyra frá þér.

Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana á Íslandi.

Mannauðsstefna

Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram.

Saman breytum við leiknum!

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo.

Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar