Örugg afritun ehf.
Örugg afritun ehf.

Tæknimaður með reynslu

Örugg afritun er ört stækkandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kerfisþjónustu, afritun og fjarskiptum fyrirtækja.

Um er að ræða fjölbreytt tæknistarf þar sem reynsla hefur mikið vægi. Starfið snýst um að aðstoða viðskiptavini með ýmis verkefni tengd upplýsingatækni og fjarskiptum ásamt því að vinna við uppbyggingu og viðhaldi á innri kerfum félagsins.

Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem er tilbúin að starfa við fjölbreytt verkefni og krefst starfið sterkrar tæknikunnáttu og lipurðar í samskiptum.

Þekking, reynsla og hæfniskröfur:

· Reynsla og þekking á netkerfum er kostur (LAN, WAN, VPN o.fl.)

· Hæfni í uppsetningu og stillingu netbúnaðar (s.s. Routera, Switcha og eldveggja)

· Þekking á uppsetningu og rekstri símkerfalausna (s.s. 3cx símkerfi)

· Office 365 innleiðingar

· Reynsla af notendaþjónustu

· Íslenskukunnátta er skilyrði

· Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar

· Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni

· Ökuréttindi

Fríðindi í starfi

· Sveigjanleika og möguleika á faglegum vexti.   

· Samkeppnishæf kjör og tækifæri til þjálfunar.   

· Frábæran vinnustað þar sem hugmyndir eru velkomnar og metnaður starfsfólks fær að njóta sín.   

Ef þú hefur brennandi áhuga á upplýsingartækni og vilt starfa í fjölbreyttu og þróttmiklu umhverfi, hvetjum við þig til að sækja um.   

*Ef að réttur aðili finnst í starfið gæti verið ráðið áður en umsóknarfresti lýkur.

Auglýsing birt14. janúar 2025
Umsóknarfrestur14. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bolholt 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar