Embætti ríkislögreglustjóra
Embætti ríkislögreglustjóra

Mannauðssérfræðingur

Viltu taka þátt í að móta jákvætt og eflandi starfsumhverfi hjá embætti ríkislögreglustjóra?

Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi mannauðssérfræðingi í teymið okkar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í síkviku umhverfi. Mannauðssérfræðingur fær tækifæri til að hafa áhrif, vera leiðandi, veita ráðgjöf og standa fyrir umbótum á sviði mannauðsmála. Ef þessi lýsing talar til þín, þá hvetjum við þig til að sækja um hjá okkur og það væri frábært ef þú gætir hafið störf sem allra fyrst.

Við leggjum áherslu á notkun bestu aðferða og jafnréttissjónarmið og gegnsæi í ákvarðanatöku hríslast í gegnum öll okkar verkefni. Við veitum ráðgjöf vegna kjara- og stofnanasamninga og vinnum í samræmi við jafnlaunastefnu embættisins. Helstu verkefni lúta að ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsmenn, kortlagningu þekkingar, útfærslu markvissrar starfsþróunar og reglulegrar endurgjafar. Það er markmið okkar að embætti ríkislögreglustjóra sé eftirsóttur vinnustaður þar sem öflugir einstaklingar með ólíkan bakgrunn koma saman og leggja sitt af mörkum til að skapa lifandi vinnustaðamenningu sem einkennist af umburðalyndi, virðingu og jákvæðum samskiptum.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa rúmlega 250 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og vinnum í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn:

  • Okkar tilgangur er að vernda og virða

  • Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi

  • Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi

  • Okkar áhersla er á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í mótun jákvæðs og eflandi starfsumhverfis.

  • Þátttaka í þróun og innleiðingu mannauðsmælikvarða.

  • Umsjón með starfsþróun og fræðslu starfsfólks.

  • Gerð og viðhald handbóka, vinnuferla og leiðbeininga.

  • Ráðgjöf, þjónusta og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn.

  • Þátttaka í ráðningum og móttöku nýs starfsfólks.

  • Aðkoma að þróun og stefnumörkun á sviði mannauðsmála.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun, þekking og reynsla

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi í samræmi við kröfur starfs.

  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsmálum.

  • Reynsla af gerð og innleiðingu mannauðsmælikvarða.

  • Áhugi og þekking á jafnrétti og inngildingu.

  • Reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna og miðlun efnis.

  • Reynsla af ráðningum.

Persónulegir eiginleikar

  • Færni og reynsla af því að sinna síbreytilegum verkefnum.

  • Metnaður til að takast á við flókin verkefni og ná árangri í starfi.

  • Framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogahæfni og jákvætt hugarfar.

  • Skipulagshæfni, nákvæm og traust vinnubrögð.

  • Frumkvæði í verkefnum sem og við hefðbundin störf.

  • Lausnamiðaður, opinn fyrir nýjungum og framsækinn.

  • Aðlögunarhæfni, geta starfað og tekið góðar ákvarðanir undir álagi.

Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur29. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Ráðningar
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar