Embætti ríkislögreglustjóra
Embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri leitar að forritara

Ef hefur sérhæfingu í samþættingu og uppbyggingu þjónustulags þá erum við að leita að þér!

Embætti ríkislögreglustjóra leitar að metnaðarfullum sérfræðingi til að sinna forritun á þjónustu og samþættingarlagi lögreglunnar. Við bjóðum upp á frábært starfsumhverfi, fjölbreytt verkefni og samstarf við öflugt teymi sem á það sameiginlegt að hafa fjölbreyttan bakgrunn og brenna fyrir verkefnum sínum.

Verkefnin sem unnið er að eru fjölbreytt og spennandi og má þar nefna hönnun og útfærslu lausna, stuðningur við innleiðingu fjölbreyttra lausna fyrir lögregluna, tryggja að réttum hugbúnaðarþróunarferlum sé fylgt í hvívetna. Ef þessi lýsing vekur áhuga þinn, þá hvetjum við þig til að sækja um og verða hluti af því frábæra teymi sem starfar á þjónustusviði.

Embætti ríkislögreglustjóra er lifandi þekkingarvinnustaður sem býr að fjölbreyttum og framúrskarandi mannauði þar sem starfa rúmlega 250 starfsmenn sem sinna margbreytilegum verkefnum. Lögð er áhersla á opin og jákvæð samskipti, markvissa starfsþróun og unnið er í samræmi við stefnu embættisins um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Stefna embættis ríkislögreglustjóra í hnotskurn:

  • Okkar tilgangur er að vernda og virða
  • Okkar sýn er að vinna að öruggara samfélagi
  • Okkar markmið er að vera þjónustudrifin, framsækin og upplýsandi.
  • Okkar áhersla er á þjónustu - fagmennsku - mannauð - tækni - rekstur.
Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Hanna og útfæra lausnir sem uppfylla kröfur lögreglu og samstarfsaðila með áherslu á gæði þjónustu (QoS).
  • Stuðningur við innleiðingu fjölbreyttra lausna lögreglunnar.
  • Tryggja að réttum hugbúnaðarþróunarferlum sé fylgt, með réttum skrefum í forritun, prófun, skjalagerð og útfærslu.
  • Viðhalda skjölun um þjónustu- og samþættingarlag.
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og tæknileg hæfni

  • Menntun sem gagnast í samræmi við kröfur starfsins, tæknilegar vottanir eru jafnframt kostur.
  • Sterkur skilningur á API stjórnun og öryggisreglum.
  • Færni í forritunarmáli stofnunarinnar (C#).
  • Kunnátta á gagnasniðum og samskiptamátum eins og REST, SOAP, JSON.
  • Góð þekking á gagnagrunnum og gagnagrunnum (t.d. Microsoft SQL).
  • Reynsla af .NET umhverfi.
  • Þekking á skýjaþjónustum (Azure).
  • Reynsla af notkun prófunartólum (t.d. Postman).
  • Kunnátta á útgáfustýringarkerfi (t.d. Git).

Mjúk færni

  • Greiningar- og lausnarfærni.
  • Nákvæmni.
  • Hæfni til að vinna í þverfaglegu teymi.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og framsækni.
  • Aðlögunarhæfni, geti starfað og tekið góðar ákvarðanir undir álagi
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
Auglýsing birt3. október 2024
Umsóknarfrestur18. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.C#PathCreated with Sketch.SQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar